<$BlogRSDURL$>

miércoles, febrero 08, 2006

Nú eru flestir fréttatímar yfirfullir af fréttum af árásum múslíma á norræn sendiráð, helst dönsk, nokkur norsk og svo síðast í dag breskt (rændar ekki norrænt). Mér finnst mjög erfitt að fylgjast með þessu þar sem maður sér ekki á lausn á vandamálinu. Hvorugur aðili hefur hvorki rétt fyrir sér né rangt fyrir sér. Ég er vissulega á þeirri skoðun að hópar múslima hafa gengið alltof langt í aðgerðum sínum en ég skil heldur ekki þörf jótlandspóstsins fyrir að ögra svo stórum hópi fólks. Það er erfitt að horfa upp á það að Danmörk lendi í þessu þar sem mikið er af innflytjendum frá Miðausturlöndum í Danmörku vilja komast hjá því að meiri fordómar myndist í garð þeirra í núverandi heimalandi þeirra. Er málið ekki algjörlega hætt að snúast í kringum myndirnar? Eru myndirnar ekki einungis kveikjan að ágreningnum? Er þetta að verða að stríði á milli Evrópu og Miðausturlanda? Danmörk studdi reyndar Bandaríkjin í innrásunum í Írak og Afganistan en er alls ekki eina þjóðin sem það gerði. En það er endalaust hægt að velta þessu fyrir sér. Kveikjan að skrifum þessum er þó myndir sem Villi H benti á í sögutíma. Ef kíkt er á myndasögurnar í fréttablaðinu 2. feb (nokkrum dögum eftir að allt fór í háaloft) er texti myndasagnanna um Pú og Pa svona: Lyklapétur: velkominn til himnaríkis, og hver er maðurinn? Óþekktur maður: sælir, ég er múhammed spámaður. Lyklapétur: Sæll sjálfur, ég hélt að þú værir hávaxnari... en auðvitað hef ég aldrei séð myndir af þér! Athugið að um myndasögu er að ræða.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com