<$BlogRSDURL$>

domingo, octubre 15, 2006

óheppni. ég vona að hún sé búin í bili en hér er ferilskrá hennar.

ómöguleg íbúðaleit, stoppuð af löggunni að reiða á hjólinu, 3 metra fall úr tré í rusturnum þegar ég var að skora extra stig fyrir liðið mitt, hreyfibrengluð í tvær vikur, týndi hjólaljósunum mínum, stoppuð af löggunni með engin ljós á 300 metrum á leið í möntvask, læst inná möntvaski af átómískum hurðum þar sem opnarinn virkaði ekki, tveir af þremur strákum í fyrsta hópverkefninu mínu hurfu í viku og ég þurfti að finna nýjan hóp, fékk kollegí íbúð lengst í burtu á amager (beilaði á henni)... þá kom smá pása á óheppni, þangað til í síðustu viku en þá á þremur dögum... dó tölvan mín næstum af vírus, veskið mitt hvarf, læsti lyklana mína inni í íbúðinni, missti bjórflösku á gólfið í kvikly fyrir framan heila röð af pirruðu fólki, allt útí glerbrotum, allt útí bjór.

núna er ég nokkuð vön óheppni en væri alveg til í að hún láti sig hverfa, allaveganna í bili.

|

jueves, septiembre 21, 2006

Ég á fullkominn glugga.. Ég þarf að vera inni að læra en sit bara undir galopna glugganum mínum sem snýr akkurat að sólinni. Er í sólbaði inni að læra. Ég varð svo óheppin að finna geðveika nammibúð á horninu á götunni minni. það er slæmt. En þema dagsins í dag er optimization techniques and new management tools.. ég þurfti sem betur fer bara að leita að einu orði úr titlinum í orðabók.

|

lunes, septiembre 18, 2006

Fyrir morgundaginn þarf ég að lesa 130 blaðsíður um alls konar pólitík. Ég er búin með 11.

|

miércoles, febrero 08, 2006

Nú eru flestir fréttatímar yfirfullir af fréttum af árásum múslíma á norræn sendiráð, helst dönsk, nokkur norsk og svo síðast í dag breskt (rændar ekki norrænt). Mér finnst mjög erfitt að fylgjast með þessu þar sem maður sér ekki á lausn á vandamálinu. Hvorugur aðili hefur hvorki rétt fyrir sér né rangt fyrir sér. Ég er vissulega á þeirri skoðun að hópar múslima hafa gengið alltof langt í aðgerðum sínum en ég skil heldur ekki þörf jótlandspóstsins fyrir að ögra svo stórum hópi fólks. Það er erfitt að horfa upp á það að Danmörk lendi í þessu þar sem mikið er af innflytjendum frá Miðausturlöndum í Danmörku vilja komast hjá því að meiri fordómar myndist í garð þeirra í núverandi heimalandi þeirra. Er málið ekki algjörlega hætt að snúast í kringum myndirnar? Eru myndirnar ekki einungis kveikjan að ágreningnum? Er þetta að verða að stríði á milli Evrópu og Miðausturlanda? Danmörk studdi reyndar Bandaríkjin í innrásunum í Írak og Afganistan en er alls ekki eina þjóðin sem það gerði. En það er endalaust hægt að velta þessu fyrir sér. Kveikjan að skrifum þessum er þó myndir sem Villi H benti á í sögutíma. Ef kíkt er á myndasögurnar í fréttablaðinu 2. feb (nokkrum dögum eftir að allt fór í háaloft) er texti myndasagnanna um Pú og Pa svona: Lyklapétur: velkominn til himnaríkis, og hver er maðurinn? Óþekktur maður: sælir, ég er múhammed spámaður. Lyklapétur: Sæll sjálfur, ég hélt að þú værir hávaxnari... en auðvitað hef ég aldrei séð myndir af þér! Athugið að um myndasögu er að ræða.

|

miércoles, marzo 16, 2005

Jæja.. nú viðurkenni ég þetta.. bloggið mitt er dautt

hins vegar eiga þær halla púki afskaplega skemmtilegt blogg á www.pukinn.blogspot.com, marta á www.martarosiguatemala.blogspot.com, anna www.annafinnboga.blogspot.com og ragnhildur, hildur og sigrún á www.blog.central.is/troisfilles

|

lunes, febrero 07, 2005

Ég er í nálastungumeðferð. Það er alveg ótrúlega skemmtilegt. Í fyrsta tímanum spurði nálastungulæknirinn minn mig fjöldan allan af furðulegum spurningum en núna er mest bara stungið í mig. Þetta er mjög merkilegt þar sem stungið er á ákveðin svæði og þú finnur hvernig leiðir út frá nálinni. Dæmi er til dæmis ef það er stungið ofarlega í kálfann geturu fundið straum niður í hæl. Ég verð alltaf sjóðandi heit af þessu, það er stungið í ristina á mér og tærnar á mér verða sjóðandi heitar. Eitt merkilegt er líka að þú getur séð á tungunni þinni hvort að líkaminn þinn er í jafnvægi, hvort að óvenju mikill hiti eða kuldi er í líkamanum. Mín tunga er alveg hræðileg og það er vegna ójafnvægis. Ég sé tunguna á mér batna með tímanum. Mjög merkilegt en þið getið trúað þessu ef þið viljið. Ég hef að minnsta kosti ákveðið að trúa þessu í bili.

|

jueves, junio 10, 2004

Óskaplega er ég ánægð með vinnuna mína. Ég er komin með nokkuð fleiri freknur í andlitið og er orðin létt bleik. Ég er búin að vera á undirbúningsnámskeiði síðustu daga sem hefur verið mjög skemmtilegt. við erum um 15 sem verðum í vinna í Vesturhlíð með leikjanámskeið fyrir fötluð börn. Þau eru flest alveg frábær og við erum mjög góður hópur.

Það er virkilega skemmtilegt að kynnast nýju fólki og sjá ný andlit. Ágætis frí frá skólanum og hversdagsleikanum. Í dag gengum við upp á Helgafell og í gær vann minn hópur í ratleik. Stefnan er svo að hjóla í vinnuna í sumar, þarf bara að redda mér hjóli fyrst.

Ég er að íhuga það að blogga ekki í sumar svo það gæti verið að þetta blogg verði lagt níður, allaveganna í sumar. Ég óska ýkkur öllum góðs sumarfrí.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com